11. janúar 2023

Íslenskukennsla á vinnustað

Íslenskukennsla á vinnustað

Nú á dögunum lauk átta vikna íslenskunámskeiði fyrir starfsfólk ISAVIA sem er með annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Námskeiðið fór fram á vinnutíma og í húsnæði ISAVIA.

Námskeiðið gekk mjög vel og gaman að heyra að starfsfólkið lýsti ánægju sinni með framtakið. Í heildina voru það 13 þátttakendur sem skráðu sig. Þátttakendur voru útskrifaðir eftir síðasta tímann þar sem þau fengu viðurkenningarskjöl, gæddu sér á veitingum og spjölluðu um framhaldið.

Námskeiðið var skipulagt af Hólmfríði Karlsdóttur hjá MSS í samstarfi við Önnu Lóu hjá ISAVIA:
Á myndinni er hluti af nemendum með Hallveigu Fróðadóttur sem sá um kennsluna og Önnu Lóu kennsluráðgjafa hjá ISAVIA.

Til baka í fréttir