Fjölmenning auðgar

Fjölmenning auðgar – Fagleg samskipti í samfélagi margbreytileikans

 

Við erum rík af fjölmenningu á Suðurnesjum og í því geta falist áskoranir fyrir samfélög og fjölmenningarlega vinnustaði. Það er mikilvægt að stjórnendur og starfsfólk sé meðvitað bæði um þær áskoranir sem geta falist í ólíkri sýn og ólíkum venjum samstarfsfólks og um eigin viðhorf gagnvart fjölbreytileika.

 

Markmið námskeiðsins er að:

  • Þátttakendur öðlist betri skilning á fjölmenningu
  • Þátttakendur verði meðvitaðir um hvernig samskipti þeirra og viðhorf séu gagnvart fólk af ólíkum uppruna og þá mögulega hvort það geti gert betur
  • efla menningarnæmi og -færni þátttakenda

Námskeiðið byggir á umræðum og gagnvirkum samskiptum á milli fyrirlesara og þátttakenda. Unnið er í hópum að verkefnum er snýr að fjölmenningu, samskiptum og fordómum.

  • Á hverju námskeiði eru að hámarki 30 einstaklingar
  • Hvert námskeið er eitt skipti og það er mögulegt að velja um tveggja eða þriggja klukkustunda námskeið
  • Námskeiðið getur farið fram á íslensku, ensku og pólsku

 

Frekari upplýsingar um fjölmenning auðgar veitir:

Linda Björk – Beinn sími: 412-5951 – Netfang: linda@mss.is

Hólmfríður -   Beinn sími: 412-5962 - Netfang: holmfridur@mss.is

Powrót w kursach