Stuttir fyrirlestrar

Stuttir fyrirlestrar
Stuttir, hnitmiðaðir og skemmtilegir fyrirlestrar. Lengd fyrirlestra er frá 40 mínútum til tveggja klukkustunda allt eftir aðstæðum og áhuga hverju sinni.

Hamingjan er hér
Erum við að keppast við að finna hamingjuna þegar hún er kannski beint fyrir framan okkur? Getum við aukið hamingju okkar og þá hvernig?  Hvað einkennir hamingjusamt fólk í lífi og starfi og hvernig getum við sem einstaklingar tekið ábyrgð á því sjálf að upplifa meiri hamingju í lífinu.
Fjallað er um þessa þætti og fleira í fræðandi og skemmtilegum fyrirlestri um það sem okkur dreymir flest um að upplifa – meiri hamingju.

Breytingar
Ef við erum meðvituð um ferli breytinga og hverju við getum búist við þegar við tökumst á við nýja hluti í lífinu – eru meiri líkur á því að við náum að breyta því sem við viljum breyta. Fjallað er um breytingar og ferlið sem við förum í gegnum þegar við veljum að bæta eða breyta lífi okkar. Hvaða hindranir gætu orðið á vegi okkar og hvernig er best að bregðast við þeim!

Samskipti
Á fyrirlestrinum er fjallað um samskipti og ábyrgð einstaklinga þegar kemur að þeim. Farið er yfir ólík samskiptamynstur og mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin samskiptatækni. Þá er bent á hvernig hægt er að breyta því sem þarf að breyta í eigin fari til að auka líkur á góðu andrúmslofti hvort sem er á vinnustaðnum eða í einkalífinu

Streita
Fjallað um streitu og mikilvægi slökunar í lífi okkar. Þá eru gefin hagnýt ráð um hvernig það sé mögulegt að takast á við hin mörgu verkefni lífsins með áherslu á andlega og líkamlega vellíðan. Talað er um forgangsröðun og tímastjórnun og af hverju það eru ekki endilega fjöldi verkefna sem stjórna því hvort við finnum fyrir streitu eða ekki.

Er H-vítamínskortur á vinnustaðnum?
Vissir þú að jákvæð orka á vinnustöðum leiðir af sér betri árangur og meiri arðsemi! Hvernig er orkan á þínum vinnustað? Við getum með ráðnum huga valið að hafa samskiptin frekar jákvæð en oftast er um lítil augnablik að ræða (20.000 á dag) sem við getum bætt á okkar vinnustað. Á fyrirlestrinum er talað um mikilvægi þess að veita athygli því sem vel er gert og hvernig við getum sjálf lært að taka hrósi. Þá er talað um ábyrgð okkar sem einstaklinga og þá staðreynd að við breytum engum nema okkur sjálfum.

Seigla
Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem búa yfir mikilli seiglu hafa betri möguleika á að takast á við mótlæti og verkefnin sem lífið færir okkur. Þeir greinast síður með þunglyndi og/eða kvíða og gengur betur í námi og starfi.
Á fyrirlestrinum er fjallað um seiglu almennt og fyrir hvað hún stendur og hvernig einstaklingar geta aukið hana í lífi sínu. Fyrsta skrefið er að átta sig á því hvar maður er sjálfur staddur og bregðast við í framhaldinu af því.

Powrót w kursach