Fagnámskeið fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu
Námið er ætlað þeim sem vinna eða vilja vinna í félags og heilbrigðisþjónustu og hafa ekki lokið formlegu framhaldsskólanámi.
Námsþættir:
Skilningur á starfsemi í félags og heilbrigðisþjónustu, að vinna að lausnum og undir álagi, fjömenningarfærni, vellíðan, smitvarnir, iðja og iðjuþjálfun, umönnun, frumkvæði, gæðavitund og viðskiptavinurinn í brennidepli.
Kennslufyrirkomulag:
Kennt verður í dreifnámi í gegnum Teams á mánudögum og miðvikudögum kl. 17-20 og staðlotur einu sinni í mánuði.
Námið hefst 8. janúar og lýkur 14. maí 2025.
Umsjónarkennari er Aðalbjörg Helgadóttir hjúkrunarfræðingur.
Stefán E. Hafsteinsson iðjuþjálfi og Torfi Jónsson sálfræðingur kenna einnig.
Markmið
Að auka færni og þekkingu námsmanna á aðstæðum og þörfum skjólstæðinga til að efla lífsgæði þeirra og virkni.
Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi skjólstæðinga og starfsfólks.
Námsmat
Ekki eru lögð fyrir próf í náminu en verkefnavinna og virk þátttaka.
Lengd:
Alls 210 klst.
Mögulegt að meta námið til 10 eininga á framhaldsskólastigi.
Tími:
Hefst 8. janúar og lýkur 14. maí 2025
Kennt verður samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins
Nánari upplýsingar gefa Nanna Bára og Hólmfríður í síma 4217500 í tölvupósti nanna@mss.is /holmfridur@mss.is
Minnum á styrki starfsmenntajóða stéttafélagana
Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar
Cena: 88.000
Time period: 8. stycznia - 14. maja