Menntastoðir - Staðnám

Menntastoðir eru undirbúningsnám fyrir iðn- og tækninám eða frumgreinadeildir háskólanna: Keilir, Bifröst og HR.

Lokamarkmið Menntastoða er fyrst og fremst að námsmenn auki færni sína í þeim námsþáttum sem kenndir eru þannig að þeir geti tekist á við nám við frumgreinadeild háskóla, þ.e. uppfylli viðmið á þrepi tvö.

Markmið eru að námsmaður:

  • þekki þær leiðir sem henta honum til náms
  • hafi jákvæð viðhorf gagnvart áframhaldandi námi
  • hafi bætt sjálfstraust sitt og aukið færni sína í samskiptum við aðra     
  • sé fær um að vinna verkefni sjálfstætt og skipulega, afla og miðla upplýsingum með ýmsu móti.             

Námsgreinar:

  • Enska
  • Danska
  • Íslenska
  • Lokaverkefni
  • Námstækni
  • Samfélagsgrein
  • Stærðfræði
  • Upplýsingatækni

Námsmat
Verkefnaskil, kannanir og virk þátttaka (Símat).

Kennslufyrirkomulag 
Menntastoðir staðnám tekur rúma fjóra mánuði og telur til allt að 60 eininga. Kennsla á sér stað virka daga frá klukkan 08:30 – 15:30 nema á föstudögum til 12:10 í húsnæði MSS. Stoðver er í boði fyrir nemendur á föstudögum frá 12:45 -15:30, þar hafa nemendur aðgengi að kennara og fengið aðstoð með námið. Staðnám er kjörið fyrir þá nemendum sem hafa svigrúm til þess að ljúka námi á stuttum tíma.

Útskrift Menntastoða, ásamt fleiri námsleiðum, er haldin hátíðleg í lok náms.

Styrkir vegna skólagjalda
Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veita Linda og Hólmfríður, í síma 421-7500 eða á menntastodir@mss.is

Haft verður samband við alla skráða nemendur í byrjun janúar

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Cena: 212.000
Time period: 13. stycznia - 22. maja

Apply
Menntastoðir - Staðnám