Skrifstofuskóli I
Skrifstofuskólinn er námsleið fyrir þá sem sinna almennum skrifstofustörfum eða stefna á að starfa við skrifstofustörf. Tilgangur skrifstofuskólans er að auka hæfni námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf og öðlast góða þekkingu og læra að færa bókhald.
Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og starfsfærni. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf.
Markmið eru að námsmaður:
•efli sjálfstraust sitt og öryggi til faglegra starfa á skrifstofu
•auki færni sína til að vinna störf á nútímaskrifstofu
•auki þjónustufærni sína
•nái valdi á tölvufærni sem krafist er við almenn skrifstofustörf
•auki námsfærni sína
Námsgreinar:
•Verslunarreikningur
•Námsdagbók og markmiðasetning
•Þjónusta
•Gagnvirk samskipti
•Handfært bókhald
•Sjálfstraust
•Tölvubókhald
•Námstækni
•Færnimappa og ferilsskrá
•Tölvu- og upplýsingaleikni
Námsmat:
Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.
Kennslufyrirkomulag:
Kennt er tvö síðdegi í viku, mán- og miðvikudaga frá kl 17:00 til kl 20:35 og annan hvern laugardag frá 09:00 - 12:35.
Ekki eru lögð próf fyrir í náminu en verkefnavinna/skil og virk þátttaka. Kennt er samkvæmt námskrá viðurkenndri af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Dreifinám er kennt með þeim hætti að hluti náms fer fram í gegnum netið, þá eru fyrirlestrar, verkefni og efni frá kennurum aðgengilegt á kennslukerfi MSS.
Styrkir vegna skólagjalda
Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.
Nánari upplýsingar:
Nánari upplýsingar veita Hólmfríður og Áslaug í síma 421-7500 eða á skrifstofuskoli@mss.is
Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar
Cena: 74.000
Time period: 8. września - 17. grudnia