Samfélagstúlkun
Markmið með náminu er að einstaklingar sem sinna samfélagstúlkun öðlist þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum viðfangsefnum, samkvæmt hæfnigreiningu starfsins, á árangursríkan hátt og geti þróast í starfi.
Einstaklingar sem sækja námið þurfa að hafa gott vald á íslensku og því tungumáli sem þau túlka.
Námsgreinar og áherslur:
Samfélagstúlkur miðlar munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins. Helstu áherslur í náminu eru að: undirbúa verkefni og ganga úr skugga um þekkingu á viðfangsefnum, að læra túlkatækni og verklag túlkunar, fjölmenningarfærni, góð samskipti og samvinnu með það að leiðarljósi að undirbúa samfélagstúlka undir starf.
Samfélagstúlkur þarf að:
vinna að lausnum
hafa skilning á starfsemi fyrirtækja
vinna undir álagi og við ólíkar aðstæður
eiga í góðum samskiptum við viðskiptavininn
búa yfir natni, nákvæmni og þrautseigju/seiglu
hafa sjálfsstjórn og sjálfstraust
stuðla að góðum samskiptum og samstarfi
Námsmat
Ekki eru lögð fyrir próf í náminu en gert er ráð fyrir verkefnavinnu, mæting á fjarfundi og mætingaskyldu í staðlotur.
Kennslan fer fram einn virkan dag í viku, almennt frá 17:30-20:30, nema aðrar upplýsingar koma frá kennara.
Kennslufyrirkomulag
Námið er 165 kennslustundir.
Námið er stað- og fjarnám.
*Skipulag verður birt þegar nær dregur.
*Farið verður af stað með námsleiðina þegar lágmarksfjölda þátttakenda hefur verið náð.
ATH. Námið fer af stað haustið 2025
Styrkir vegna skólagjalda
Hægt er að sækja um styrk vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veita Kristín og Sveindís í síma 421-7500 eða á samfelagstulkun@mss.is
Cena: 48.000
Time period: 8. września - 5. grudnia