Tæknilæsi og tölvufærni - á íslensku
Markmið með náminu er að auka tæknilæsi og tölvufærni námsmanna með það að leiðarljósi að efla hæfni einstaklinga í starfi. Áhersla er á að gera nemendur færari í að takast á við tækniframfarir og breytingar sem orðið hafa í atvinnulífinu með tilkomu nýrra tækni og tækja.
Markmið námsins er að:
- Auka tæknilæsi og tölvufærni námsmanna með það að leiðarljósi að efla hæfni einstaklinga til að takast á við breytingar og undirbúa þá þannig til að halda í við tækniframfarir í atvinnulífinu.
- Efla skilning á grunnþáttum stafræns umhverfis og grunnhæfni í stafrænu vinnuumhverfi samtímans.
- Veita námsmönnum hæfni og trú á eigin getu til að vinna við upplýsingatækni og í stafrænu umhverfi á þann hátt að þeir geta haft áhrif á vinnuumhverfi sitt með einföldum aðgerðum.
- Styrkja stöðu námsmanna á vinnumarkaði og veita þeim greiðari aðgang að fjölbreyttari störfum.
Námsþættir
Fjarvinna og fjarnám
Sjálfvirkni og gervigreind
Skýjalausnir
Stýrikerfi
Tæknifærni og tæknilæsi
Öryggisvitund
Námsmat
Engin lokapróf eru en lögð er áhersla á verkefnavinnu, mætingu og virka þátttöku.
Kennslufyrirkomulag
Námskeiðið er 42 klukkustundir og er kennt alla virka daga frá klukkan 8:30 -12:00, frá 3. - 24. febrúar 2025.
Kennt er eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Styrkir vegna skólagjalda
Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.
Nánari upplýsingar veita Hólmfríður og Áslaug í síma 421-7500 eða á namskeid@mss.is
Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar.
Cena: 19.000
Time period: 3. lutego - 24. lutego