Rekstrarnám - SMR II

Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem sinna eða hafa hug á að reka fyrirtæki eða stofna til eigin reksturs. Námið er 218 klukkustundir og mögulegt að meta það til 11 eininga á framhaldsskólastigi.

Markmið að námsmaður:

  • Efli sjálfstraust sitt og öryggi til faglegra starfa tengdum rekstrarmálum fyrirtækis
  • Öðlist hæfni í gerð áætlana í tengslum rekstrarmál og fylgja þeim eftir
  • Öðlist góða innsýn í rekstur fyrirtækja 
  • Styrkist í verkefnastýringu
  • Geri viðskipatáætlun fyrir fyrirtækið
  • Öðlist skilning og reynslu á fjölbreyttum verkfærum og verkferlum sem 
    nýtast í starfi

Námsgreinar og áherslur:

  • Samskipti 
  • Samningatækni
  • Áætlanagerð í töflureikni 
  • Verslunarreikningur
  • Lykiltölur og lausafé
  • Gerð viðskiptaáætlunar – Lokaverkefni
  • Tölvu og upplýsingatækni (tengt í þema hvers námsþáttar)

 

Námsmat
Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.

Kennslufyrirkomulag
Kennt verður tvö síðdegi í viku frá kl. 17:00 - 20:00 og annan hvern laugardag frá kl. 09:00 - 13:00 auk þess eru verkefni og fyrirlestrar á netinu. Aukatímar í tölvu- og upplýsingatækni verða ef þörf krefur.

Námsmat: áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og samræður í stað hefðbundinna prófa. Kennt er samkvæmt námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Kennslufyrirkomulag: Stað- og fjarnám.

 

Styrkir vegna skólagjalda
Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.

Nánari upplýsingar veitir Áslaug í síma 421-7500 eða á smr@mss.is

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Cena: 66.500
Time period: 3. lutego - 10. maja

Apply
Rekstrarnám - SMR II