Íslenska og atvinnulífið

Fyrir hverja

Námskeiðið er hugsað fyrir byrjendur í íslenskunámi með áherslu á orðaforða tengdan íslensku atvinnulífi. Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að vinna eftir verkferlum og fylgja reglum, starfsreglum og siðareglum vinnustaðar. Á námskeiðinu verður einnig lögð áhersla á sjálfseflingu og samskipti í daglegu lífi og starfi og hagnýtar upplýsingar tengdar atvinnulífi.

Markmið eru að námsmaður:

  • öðlist grunnfærni í íslensku
  • læri að lesa launaseðil
  • kynnist starfsemi stéttarfélaga
  • þekki réttindi og skyldur á vinnumarkaði
  • fái kynningu á almannatryggingum og lífeyrissjóðum
  • öðlist færni í jákvæðum og árangursríkum samskiptum

 

Námskeið í boði á eftirfarandi tungumálum - vinsamlegast skráið þátttakendur í viðeigandi hópa

 

Námsmat
80% mætingarskylda og virk þátttaka.

Kennt er samkvæmt námsleið Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

 

Fyrirkomulag:
Kennt er í staðnámi og/eða fjarnámi.

Staðnámið er kennt á virkum dögum frá klukkan 09:00 – 12:00 eða 12:30 til 15:30 í húsnæði MSS. 

Fjarnámið er kennt á kvöldin og/eða um helgar.

Verð:

25.000 kr.

Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga og/eða Vinnumálastofnun Suðurnesja

 

Verð og upplýsingar á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

 

Tími:
Í boði frá september til desember 2024

 

Nánari upplýsingar:

Diana, Kristín og Hófý í síma 421-7500 eða í tölvupósti courses@mss.is

 

 

Cena: 25.000
Time period: 3. września - 20. grudnia

Apply
Íslenska og atvinnulífið