Inga Sif Ingimundardóttir

Náms- og starfsráðgjafi

Ef þig vantar náms- og starfsráðgjöf þá er Inga Sif sú sem þú getur leitað til. Sérgrein Ingu Sifjar er sjálfsstyrking og trú á eigin getu, samskipti, kvíðastjórnun og námstækni. Hún sinnir náms- og starfsráðgjöf, kennslu á námskeiðum og ýmsum öðrum verkefnum. 
 
Menntun: B.A. í Uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands og M.A. í Náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands.
 
Inga Sif er ljón og fellur ágætlega inn í lýsinguna á dæmigerðu ljóni. Hún er hávær, talar mikið og gerir óspart grín að sjálfri sér og er mjög félaglynd. Hún er mjög skipulögð og hugsar málin út frá öllum mögulegum hliðum áður en hún ákveður eitthvað. 
Hún er mikil fjölskyldumanneskja og finnst ekkert betra en að njóta í faðmi fjölskyldu og vina, er mikill gestgjafi og finnst gott að kúpla sig út úr amstri dagsins í eldhúsinu og baka eða elda góðan mat.

Go back

Inga Sif Ingimundardóttir
Inga Sif Ingimundardóttir
Náms- og starfsráðgjafi

Email:
inga@mss.is

Phone:
421-7500 / 412-5958