Skrifstofuskóli II
Skrifstofuskóli II er sérhæft nám fyrir fólk sem hefur áhuga á að ná sér í góðan undirbúning fyrir skrifstofustörf eða hugar að frekara námi í þeim geira. Að námi loknu eiga námsmenn að vera færir um að starfa á skrifstofu og og verða fjölhæfur og góður starfskraftur. Þeir eiga að hafa tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð, hafa góða innsýn í rekstur fyrirtækja og góða bókhaldsþekkingu. Námið er 240 kennslustundir og mögulegt að meta það til 8 eininga á framhaldsskólastigi
Markmið að námsmaður:
• efli sjálfstraust sitt og öryggi til faglegra starfa á skrifstofu
• auki færni sína til að vinna störf á nútímaskrifstofu
• auki þjónustufærni sína
• hafi góða innsýn í rekstur fyrirtækja
• hafi öðlast góða bókhaldsþekkingu
• öðlist skilning og reynslu á verkfærum og verkferlum sem
nýtist þeim í starfi
Námsgreinar og áherslur:
• Skrifstofufærni
• Tölvur og upplýsingatækni
• Málnotkun
• Verkefnastjórnun
• Vinnan og vinnumarkaðurinn
• Þjónusta
• Tölvubókhald
• Vaxtareikningur
• Ársreikningar
• Vettvangsnám
Námsmat
Verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.
Kennslufyrirkomulag
Kennt tvö síðdegi í viku, þri- og fimmtudaga frá kl 17:00 til kl 20:35. Ekki eru lögð próf fyrir í náminu en verkefnavinna/skil og virk þátttaka. Kennt er samkvæmt námskrá viðurkenndri af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Dreifinám er kennt með þeim hætti að hluti náms fer fram í gegnum netið, þá eru fyrirlestrar, verkefni og efni frá kennurum aðgengilegt á kennslukerfi MSS.
Styrkir vegna skólagjalda
Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.
Nánari upplýsingar veita Hólmfríður og Áslaug í síma 421-7500 eða á skrifstofuskoli@mss.is
Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar
Price: 74.000 ISK
Time period: January 28. - May 22.