Velferðartækni

    Ný sýn á velferðarþjónustu með tækninýjungum

    Tækniframfarir eru að umbreyta velferðarþjónustu og hafa víðtæk áhrif á notendur, starfsfólk og samfélagið í heild. Þetta fjarnám er hannað fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem vill dýpka skilning sinn á velferðartækni, bæði út frá sjónarhorni notenda og umhverfisins. Námið veitir innsýn í hvernig tæknin getur stuðlað að sjálfbærni, bætt aðgengi að þjónustu og aukið sjálfstæði einstaklinga. Jafnframt er lögð áhersla á að nemendur öðlist skilning á heildrænum áhrifum velferðartækni, þar á meðal hvernig nýsköpun getur stutt við betri gæði þjónustu og samfélagslega ábyrgð.

    Fyrir vinnuveitendur er þetta kjörið tækifæri til að efla þekkingu og færni starfsfólks og skapa aukið virði innan stofnunar sinnar með því að styðja við símenntun. Með aukinni hæfni geta starfsmenn betur nýtt sér velferðartækni til að bæta þjónustu, auka sjálfstæði notenda og stuðla að skilvirkari og sjálfbærum starfsháttum. 

    Af hverju að skrá sig á námskeiðið?

    1. Sérhæfð þekking á stefnumótun og lagaramma
    • Námskeiðið veitir dýpri skilning á reglugerðum, alþjóðlegum skuldbindingum og stefnumótun í velferðartækni.
    • Þátttakendur fá innsýn í hvernig velferðartækni er innleidd og þróuð í opinberri þjónustu.
    1. Aukin hæfni til að nýta velferðartækni í daglegu starfi
    • Þátttakendur læra hvernig þeir geta nýtt tækni til að styðja einstaklinga með sérþarfir og skapa betri þjónustu.
    • Námskeiðið hjálpar við að innleiða lausnir á vinnustöðum til að bæta vinnuumhverfi og aðgengi fyrir notendur.
    1. Betri skilningur á notendamiðaðri þjónustu og siðferðilegum þáttum
    • Lögð er áhersla á að þátttakendur þrói með sér dýpri færni í siðferðilegri nálgun, persónuvernd og trúnaði í tækniþróaðri velferðarþjónustu.
    • Þeir læra að vinna með notendum að því að auka sjálfstæði þeirra og þátttöku í samfélaginu.
    1. Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð
    • Námskeiðið gefur innsýn í hvernig velferðartækni getur stuðlað að sjálfbærri þróun í heilbrigðis- og félagsþjónustu.
    • Þátttakendur læra að greina og innleiða tækni með hagkvæmni, skilvirkni og umhverfisáhrif í huga.
    1. Raunveruleg tenging við vinnuumhverfið
    • Verkefni námskeiðsins eru hönnuð til að vera hagnýt og yfirfæranleg á raunveruleg störf.
    • Þátttakendur vinna með raunveruleg dæmi úr eigin starfsumhverfi og fá tækifæri til að þróa nýjar lausnir.

    Hagnýtt lokaverkefni – Innleiða velferðartækni í velferðarþjónustu

    Lokaverkefnið er rauður þráður í gegnum námskeiðið og gerir þátttakendum kleift að yfirfæra námsefnið í raunverulegar aðstæður. Það leggur áherslu á að efla teymisvinnu, gagnrýna hugsun og sjálfstæði í notkun velferðartækni. Þátttakendur vinna með eigin vinnustað í huga og greina hvernig tækni getur nýst til að bæta þjónustu, auka þátttöku notenda og stuðla að sjálfbærni. Með þessu ná nemendur að þróa lausnir sem geta haft varanleg áhrif á starfshætti og þjónustugæði í þeirra eigin starfsumhverfi.

    Kennsluaðferðir:

    Lögð er mikil áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir og þátttakendur taki virkan þátt. Kennt í gegnum Teams kennslukerfi.

    Námsmat
    Engin lokapróf eru en lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

     

    Fyrirkomulag:
    Á Teams í fjarnámi á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17:00-20:00. Námið er í heildina 40 klukkustundir. Nemendur fylgjast með í gegnum netið hver á sínum stað. Mögulegt er að hlutsta á upptökur eftir á en þá þarf að skila inn ígrundun og verkefni um efni tímans. 

    Verð:

    18.000 kr.

    Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námið.

    Námið er án kostnaðar fyrir félagsfólk aðildarfélaga og samstarfssjóða Starfsmennt - skráning í á heimasíðu Starfsmenntar

     

    Tími:
    Hefst 9. september og lýkur þann 9. október 2025.

     

    Nánari upplýsingar:

    Nanna Bára og Hólmfríður í síma 4217500 í tölvupósti namskeid@mss.is


    Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

    Price: 17.000 ISK
    Time period: September 9. - October 9.

    Apply
    Velferðartækni