Lífeyrismál og starfslok

Á þessu ítarlega og gagnlega námskeiði er vandlega farið yfir allt sem nauðsynlegt er að vita varðandi lífeyrismál og fjármálahlið starfsloka. Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja bæta þekkingu sína á lífeyrismálum sem og þeim sem aðstoða lífeyrisþega. Námskeiðið stendur öllum til boða en efnið miðast við 55 ára og eldri.

Leiðbeinandi er Björg Berg sem hefur haldið hundruð fyrirlestra og námskeiða um fjármál hjá fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og skólum.


 

Ávinningur þátttakenda

Þátttakendur öðlast betri yfirsýn yfir réttindi sín og þá valkosti sem í boði eru. Bætt þekking dregur úr líkum á kostnaðarsömum mistökum og gefur færi á að hámarka virði lífeyris og réttinda


Efnistök eru: 

Hvenær og hvernig hentar að sækja lífeyrisgreiðslur?

Hvernig göngum við á séreignarsparnað og hvaða áhrif hefur tilgreind séreign?

Hvað þarf að vita varðandi greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar?

Er skynsamlegt að sækja hálfan lífeyri?

Hvernig deili ég lífeyri með makanum mínum?

Hvaða skatta kem ég til með að greiða?

 

Fyrirkomulag:

Námskeiðið mun fara fram í húsnæði MSS þriðjudaginn 24. september frá klukkan 17:00 – 20:00


Styrkir vegna námskeiðsgjalda:

Hægt er að sækja um styrki vegna námskeiðsgjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga. 


Nánari upplýsingar veitir:

Hólmfríður holmfridur@mss.is sími 421-7500

Price: 19.900 ISK

Apply
Lífeyrismál og starfslok