Iðnaðarsmiðja - Fjölvirkjar
Námið er ætlað þeim sem vilja vinna í iðnaðarfyrirtækjum og auka persónulega og faglega hæfni sína. Allir þátttakendur verða boðaðir í viðtal
Tilgangur námsins er að námsfólk fái nytsamlegar upplýsingar um starf innan iðnaðarfyrirtækis. Námsfólk mun stunda almennt nám ásamt því að fá faglega þekkingu og innsýn inn í sérhæfingu valinna fyrirtækja svo sem með vettvangsferðum og kynningum.
Fyrir hverja:
Námið er ætlað þeim sem vilja vinna iðnaðarstörf og fjölga tækifærum á vinnumarkaði.
Markmið:
o Efla þátttakendur í íslensku með áherslu á störf í iðnaði
o Auka hæfni til að takast á við starf í iðnaði, t.d. með skilning á:
o Hagnýtri stærðfræði
o Gæðamál
o Réttindi og skyldur á vinnumarkaði
o Heimsóknir í fyrirtæki
o Tenglamyndun á vinnumarkað/kynningar
o Ýmsar vinnustofur þar sem lögð er áhersla á verklegt nám
o Starfsþjálfun
Kennsluaðferðir:
Kennt í MSS og úti í fyrirtækjum sem eru í samstarfi við MSS
Námsmat:
Verkefnavinna og virk þátttaka.
Tímasetning:
Fyrri hlutinn hefst 20. mars og stendur til 28. maí. Kennt verður alla virka daga 3 klst í senn.
Lengd: Alls 170 klukkustundir
Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins
Nánari upplýsingar: Nanna Bára og Hólmfríður í síma 421-7500 í tölvupósti namskeid@mss.is
Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar
Minnum á styrki starfsmenntasjóða stéttafélaganna
Price: 52.000 ISK
Time period: March 20. - May 28.