Starfsréttindanámskeið dagforeldra
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum kynnir með stolti starfsréttindanámskeið dagforeldra.
Allir þeir sem hafa hug á að starfa sem dagforeldrar þurfa að ljúka við starfsréttindanámskeið dagforeldra. Núna hefur MSS tekið við þessu mikilvæga námskeiðshaldi.
Til þess að allir hafi jafnt tækifæri til náms verður námskeiðið kennt í gegnum forritið Teams.
Brunavarnafræðsla og skyndihjálp eru verklegir þættir sem fram fara á öðrum tíma en uppgefið er.
Tímabil
Fimm vikna námskeið sem hefst um leið og næg þátttaka hefur náðst.
Kennsla fer fram í gegnum samskiptaforritið Teams.
Mánudagar og miðvikudagar klukkan 17:00 – 20:30
Laugardagar klukkan 09:00 – 12:20
Laugardagur klukkan 09:00 - 16:00 Öryggismál.
80% mætingarskylda
Námskeiðið fer fram á íslensku
Upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Áslaug Bára (aslaug@mss.is) eða í síma 421-7500
Verð
121.000.kr
Styrkir vegna námskeiðsgjalda:
Hægt er að sækja styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóðs stéttafélaga og VMST
Reykjanesbær greiðir þátttökugjöld að fullu fyrir sína umsækjendur, eftir að umsóknarferli hefur farið af stað.
Reykjavíkurborg greiðir 50% af námskeiðsgjaldi fyrir sína umsækjendur, eftir að umsóknarferli hefur farið af stað.
Sveitarfélagið Árborg greiðir 50% af námskeiðsgjaldi fyrir sína umsækjendur, eftir að umsóknarferli hefur farið af stað.
Mosfellsbær greiðir 50% af námskeiðsgjaldi fyrir sína umsækjendur, eftir að umsóknarferli hefur farið af stað.
Þátttakendur þurfa sjálfir að sækja um endurgreiðslu frá sínu bæjarfélagi
og þurfa að vera með virka umsókn sem verðandi dagforeldri.
Kannaðu hvað þinn heimabær vill gera fyrir þig.
Eftir að námskeiði lýkur er það Gæða- og eftirlitsstofnun velferðamála sem gefur út starfsleyfi.
Tímabil: Haust 2025
Price: 121.000 ISK
