Heilsa og hormónar

Konur, heilsan og hormónar í jafnvægi.


Ertu kona á aldrinum 40-65 ára?

Þá ertu stödd “einhversstaðar” á breytingaskeiðinu og hormóna eru undir breytingum. Þú ert kannski að stimpla þig inn í breytingaskeiðið eða hefur verið þar nokkur ár eða komin yfir það og finnur fyrir “alls konar” einkennum.

Þú ert ef til vill of heit, sefur illa, ert þreytt, orkulítil, viðkvæm og sveiflukennd, þú hefur kannski fitnað um óæskileg kíló á maganum og þau virðast bara hafa komið af sjálfu sér og fitubrennslan hefur einhvern veginn bara stoppað.


Eða þú er komin yfir hinum megin við bakkan, hætt á blæðingum en það er ýmislegt sem ekki hefur lagast.

Þú ert með verki og bólgur í liðum og vöðvum, þú ert ennþá þreytt og auka kílóin eru enn þrjósk.

Bólgur flækjast inn í alla starfsemi líkamans, hvort sem það eru hormónakerfið, meltingin eða fitubrennsla. Það hindrar þig í að vera þú og sú sem þú vilt vera, gera og framkvæma.


Ekki örvænta! Hjálpin er á leiðinni. Það er hægt að gera ýmislegt sem losar um gamlar bólgur og örvar fitubrennsluna á heilbrigðan hátt og eflir líkamlega og andlega orku og jafnvægi. Þér getur liðið miklu betur, á hvaða aldri sem þú ert!

Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, lífsráðgjafi, næringarþerapisti og rithöfundur fer yfir þessa og fleiri þætti og gefur konum góð ráð og aðstoðar þær í ferlinu.

Námskeiðið fer fram í húsnæði MSS Krossmóa 4a í Reykjanesbæ þann 14. maí frá klukkan 17:00 - 21:00. Eftirfylgni og stuðningur í lokuðum hóp á Facebook i tvær vikur eftir námskeiðið.


Á þessu námskeiði lærir þú á samspilið á milli hormóna og færð stjórn á streituhormóni og insúlíni, en það er aðal lykillinn að góðri fitubrennslu. Þú lærir líka af hverju það er næstum því ómögulegt að léttast um gramm ef frumurnar eru með skert insúlínnæmi. Þú lærir hvað þú átt að gera, til að laga það. Þú ert aðal leiðbeinandinn fyrir þinn eigin líkama! Ef hann fær réttu skilaboðin, þá gerir hann það sem þú vilt.


Þetta verður farið í á námskeiðinu:

Jafnvægi á hormónum

Einkenni sem konur finna fyrir

Fitubrennsla og þyngdartap

Blóðsykur, bólga, insúlínnæmi og fitubrennsla

Breytingaskeiðið

Hacks fyrir hormóna og gen sem yngir þig upp

Það sem þú átt að borða, hvenær og hvað mikið

Matur sem stillir hormónabúskapinn og eykur fitubrennslu

Markviss bætiefni fyrir hormóna jafnvægi, bólgur, orku og fitubrennslu

Matarplan

Bætiefnalisti

Price: 14.900 ISK

Apply
Heilsa og hormónar