14. júní 2019
MSS hlýtur EQM+ gæðavottun
MSS fékk afhenta staðfestingu á EQM+ gæðavottuninni nú fyrr í vikunni. Vottunin tekur til hönnunar, þróunar og umsýslu náms í fullorðinsfræðslu, náms- og starfsráðgjafar og raunfærnimats. Vottunin er til þriggja ára og gildir til maí 2022.
Gæðavottun EQM+ (European Quality Mark) staðfestir að MSS stenst evrópskar kröfur um gæði fræðslustarfsemi, náms- og starfsráðgjafar og raunfærnimats.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina og erum við hjá MSS afar ánægð og stolt af vottuninni.
Á myndinni eru til hægri Guðjónína Sæmundsdóttir og Birna Jakobsdóttir frá MSS og til vinstri Sveinn Aðalsteinsson og Hildur Bettý Kristjánsdóttir frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.