Þarfagreiningar

Fræðslustjóri að láni

Ef fyrirtækið vill nýta sér fagmanneskju til aðstoðar við fræðslumálin þá getur MSS boðið upp á fræðslustjóra að láni í samvinnu við starfsmenntunarsjóði verkalýðs- og verslunarmannafélaga. Verkefnið byggist á að lána út ráðgjafa, sérhæfðan í vinnustaðafræðslu til fyrirtækja. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins, dregur fram það sem vel er gert og gerir í framhaldinu greiningu á þörfum fyrirtækisins.

Hægt er að sækja um styrk að fullu fyrir verkefninu og aðstoða starfsmenn MSS við það.

Frekari upplýsingar varðandi þarfagreiningar veita:

Hólmfríður - Sími: 412-5962 - Netfang: holmfridur@mss.is
Nanna Bára - Sími: 412-5981 - Netfang: nanna@mss.is

Markviss þarfagreining


MSS hefur mikla reynslu í gerð þarfagreininga fyrir stór sem smá fyrirtæki. Stuðst er við þarfagreininguna Markviss sem er kerfisbundin greiningaraðferð til að vinna að starfsmannaþróun í fyrirtækjum og stofnunum. Greiningin er unnin í samstarfi við stjórnendur og starfsmenn sem gefst kostur á að meta þekkingar- og færniþörf fyrirtækisins og skipuleggja uppbyggingu í samræmi við það mat.

Þau fyrirtæki sem hafa unnið eftir þessari aðferð telja sig hafa náð marktækum árangri á eftirtöldum sviðum:

  • Aukin framleiðni, virkni í starfi og samkeppnisvitund
  • Aukin gæði vöru og þjónustu
  • Virkari sí – og endurmenntun
  • Skýrari stefnumörkun
  • Árangursríkari markmiðasetning
  • Bætt samstarf innan og utan fyrirtækisins
  • Markvissari nýting á nýrri tækni
  • Meiri starfsánægja