Raunfærnimat
Raunfærnimat er ferli þar sem metin er þekking og færni á ákveðnu sviði, svo sem reynsla af starfi, námi eða félagsstörfum.
Staðfesting á færni er gefin út í lok ferlisins.
Markmið:
- Að geta stytt nám í framhaldi af matinu
- Að sýna fram á reynslu og færni Að leggja mat á hvernig einstaklingur getur
styrkt sig í námi eða starfi
Eftir matið er hægt að taka ákvörðun um að:
- Klára það sem vantar uppá til að ljúka námi
- Nýta matið sem stökkpall í annað nám
- Nýta matið til að skoða hvar þú ert staddur/stödd
Fyrir hverja er raunfærnimat?
Ertu með góða starfsreynslu, orðin/n 23 ára og með amk. 3 ára starfsreynslu í faginu? Þá gæti raunfærnimat verið fyrir þig.
MSS hefur boðið upp á raunfærnimat í eftirfarandi starfsgreinum:
Almenn starfshæfni
Með almennri starfshæfni er verið að meta persónulega hæfni sem er mikilvæg á vinnumarkaði og er sameiginleg flestum störfum.
Viðkomandi mátar sig saman við fyrirfram skilgreinda hæfni sem skiptir máli á vinnumarkaði. Fær þannig gott yfirlit um stöðu sína og styrkleika. Jafnframt þá þætti sem þarf að efla og þannig styrkja stöðu sína á vinnumarkaði.
Raunfærnimat í almennri starfshæfni er hæfni sem einstaklingurinn þarf að búa yfir eða tileinka sér til þess að taka á virkan hátt þátt í samfélaginu, vera á vinnumarkaði, þróast í starfi og geta tekið á sig meira krefjandi störf.
Eftir matið fær einstaklingurinn niðurstöður sem sýnir hvar hæfni hans liggur. Þannig fær hann skýra sýn á styrkleika sína og í framhaldi hvaða hæfni megi styrkja. Þá fær hann einnig umsögn frá matsaðila sem byggir á niðurstöðum og frammistöðu þátttakanda í ferli matsins. Niðurstöður eru eign einstaklingsins og getur hann notað þær t.d. til að lýsa hæfni sinni í ferilskrá eða atvinnuviðtali.
Matartæknir
Matartæknar starfar við matreiðslu og stjórnun í eldhúsum heilbrigðisstofnana, leik-, grunn- og framhaldsskóla og mötuneytum vinnustaða. Matartæknir matreiðir og setur saman matseðla fyrir almennt fæði og sérfæði. Matartæknir vinnur með hreinsiefni sem notuð eru í stóreldhúsum og mötuneytum við hreinsun m.a. tækja og áhalda og hefur eftirlit með slíkum þrifum í samræmi við gildandi staðla og reglur um hreinlæti. Metið er inn í Matartæknanám en að því loknu fær Matartæknir réttindi til starfa með leyfisbréfi frá Embætti landlæknis.
Þjónustugreinar
Raunfærnimat í þjónustugreinum nær til ófaglærðs starfsfólks sem starfar á leikskólum, grunnskólum eða við félagslega þjónustu svo sem umönnun aldraðra og fatlaðra. Metið er inn á leikskólaliðabraut, stuðningsfulltrúabraut og félagsliðabraut.
Iðngreinar
MSS veitir upplýsingar og aðstoðar einstaklinga í raunfærnimati í öllum iðngreinum.
Matið er unnið í samstarfi við Iðuna Fræðslusetur og misjafnt er hvaða verkefni eru í gangi.
Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér málið og hafa samband við náms- og starfsráðgjafa MSS.
Frekari upplýsingar um raunfærnimat veita:
Steinunn Björk Jónatansdóttir í síma 412 5940 / steinunn@mss.is
Inga Sif Ingimundardóttir í síma 412-5958 / inga@mss.is