Áhugasviðsgreining
Áhugasviðsgreiningar eru fyrst og fremst hugsaðar til að koma skipulagi á áhugsvið fólks og auka þannig sjálfsþekkingu. Áhugasviðsgreining getur verið gagnleg ef einstaklingur er í vafa um hvað hann vill gera í framtíðinni, en út úr greiningunni koma hugmyndir að starfssviðum sem er líklegt að einstaklingnum myndi líða vel í.
Ef þú ert ekki viss um hvað þú vilt gera í framtíðinni eða vilt fá staðfestingu á að þú sért á réttum stað í dag er áhugasviðsgreining kannski eitthvað fyrir þig.
Bendill – (kostar 7.000 krónur) er alíslensk áhugakönnun fyrir einstaklinga sem eru að huga að háskólanámi. Könnunin er rafræn og myndrænar upplýsingar fást í lokin.
Frekari upplýsingar veita:
Steinunn Björk Jónatansdóttir í síma 412 5940 / steinunn@mss.is
Inga Sif Ingimundardóttir í síma 412-5958 / inga@mss.is