Gildi MSS
Fagmennska
- Sérþekking, símenntun og fagleg vinnubrögð
MSS leggur áherslu á að við stofnunina starfi hæfir og framsæknir einstaklingar með sérþekkingu á sínu sviði. MSS leggur áherslu á að starfsmenn stundi fagleg vinnubrögð og leitist við að efla sig í starfi með sí- og endurmenntun.
Samskipti
- Trúnaður, traust og virðing
Leiðarljós í samskiptum MSS skal einkennast af trúnaði, trausti og virðingu. Starfsfólk MSS, hvert á sínu sviði, leitast við að byggja upp gott orðspor sem verður sem flestum hvatning til að nýta sér þjónustuna.
Þróun
- Sköpun, sjálfstæði og frumkvæði
MSS hefur áræðni til að skapa og fylgja eftir hugmyndum í síbreytilegu samfélagi. Það er ábyrgð allra starfsmanna að taka þátt í þeirri vinnu með sjálfstæði og frumkvæði.