6. mars 2023
MSS hlýtur styrk til verkefnis fyrir fylgdarlaus ungmenni
Í síðustu viku hlaut MSS styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála. Styrkurinn er veittur til verkefnis sem snýr að stuðningi við fylgdarlaus ungmenni.
Það er mikil samfélagsleg ábyrgð fólgin í þessu brýna verkefni sem MSS stendur fyrir og er það unnið í samvinnu við Suðurnesjabæ og Reykjanesbæ.
Verkefnið felst í því að styrkja almenna grunnfærni flóttabarna á aldrinum 16-18 ára, sem koma ein síns liðs hingað til lands, samhliða því er einnig íslenskukennsla.
Ungmennin eru þannig frekar í stakk búin til þess að standa á eigin fótum þegar þau ná 18 ára aldri og eru ekki lengur í umsjá sveitarfélagsins. Það er markmið verkefnisins að undirbúa þau sem best fyrir framhaldið, hvort sem það er framhaldsskóli eða vinnumarkaður.