19. apríl 2024
Þjónustufulltrúi hjá MSS
Þjónustufulltrúi
MSS óskar eftir þjónustuliprum einstaklingi sem vill vera hjarta MSS gagnvart viðskiptavinum og starfsfólki.
Við leitum að einstaklingi sem á auðvelt með að vinna í teymi, er jákvæður, skapandi, sýnir frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, getur hugsað í lausnum og veitir góða þjónustu.
Helstu verkefni
Þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina, kennara og starfsmanna
Skráning á námskeið MSS, almenn ritarastörf og símsvörun
Aðstoð við tölvutengingar/skjávarpa
Reikningagerð
Umsjón með fjarnemum og próftöku
Umsjón með birgðum og húsnæði MSS
Hæfnikröfur
Mikil þjónustulund
Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði, sjálfstæði, sveigjanleiki og skipulagshæfni í vinnubrögðum
Góð tölvukunnátta og geta til að tileinka sér tækninýjungar
Færni í teymisvinnu
Góð íslensku- og enskukunnátta
Stúdentspróf æskilegt
Nánari upplýsingar veitir Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður, á netfangið ina@mss.is
Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.
Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2024.
Sækja þarf um starfið hjá inn á alfred.is - https://alfred.is/starf/thjonustufulltrui-277