20. mars 2012
Útskrift úr kvikmyndasmiðju
Miðvikudaginn 7.mars síðastliðinn útskrifaði MSS nemendur í fyrsta sinn úr Kvikmyndasmiðju. Um er að ræða 120 kennslustunda nám í handrita- og kvikmyndagerð sem unnið var í samstarfi við Studíó List. Námið var styrkt af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Vinnumálastofnun á Suðurnesjum.
Námskeiðið byggir á kennslu á starfrænar tökuvélar og klippiforrit, auk þess að fara í gegnum hvað þarf að hafa í huga við tökur á myndefni með það fyrir augum að nemandinn læri helstu tökutækni og öðlist færni til að gera kvikmyndir.
8 manns sóttu námskeiðið og höfðu flestir litla sem enga reynslu af kvikmyndagerð. Það kom ekki að sök þar sem hópurinn var mjög áhugasamur og afraksturinn var 3 stuttmyndir sem voru teknar, klipptar og hljóðblandaðar á tæpum 4 vikum. Hópurinn vann verkin undir leiðsögn Garðars Garðarssonar kvikmyndatökumanns. Stuttmyndirnar voru ólíkar og skemmtilegt að sjá hvað nemendur náðu mikilli leikni í tækninni á ekki lengri tíma.
Á myndinni má sjá útskriftarhópinn ásamt Garðari Garðarssyni leiðbeinanda og forsvarsmönnum Studíó List, Valdimar Erni Flygenring og Eiríki Guðmundssyni.
Hér eru linkar inn á myndir nemenda:
Consequences eftir Róbert Sædal Geirsson og Charlone Valeriano
http://vimeo.com/38737454
Ránið eftir Ísak Þór Ragnarsson, Ísak Örn Þórðarson, Eirík Jónsson og Salný Björg Emilsdóttir.
http://vimeo.com/38692489
Hafið bláa hafið eftir Geir Gunnarsson
http://www.youtube.com/watch?v=Lu34ehH8_xU
http://vimeo.com/38737454
Ránið eftir Ísak Þór Ragnarsson, Ísak Örn Þórðarson, Eirík Jónsson og Salný Björg Emilsdóttir.
http://vimeo.com/38692489
Hafið bláa hafið eftir Geir Gunnarsson
http://www.youtube.com/watch?v=Lu34ehH8_xU