17. janúar 2012

Útskrift úr Menntastoðum

Útskrift úr Menntastoðum

Föstudaginn 13. janúar síðastliðinn útskrifuðust 33 nemendur úr Menntastoðum, staðnámi, dreifinámi og fjarnámi. Þetta var 6. útskrift Menntastoða en MSS hefur kennt námið frá árinu 2009 og um 155 nemendur lokið þeim áfanga frá upphafi. Ánægjulegt er að sjá að stór hluti nemenda sem ljúka Menntastoðum halda áfram í frekara nám en um 80% útskrifaðra nemenda hafa nú þegar hafið nám í Háskólabrú Keilis og hluti þeirra hafið nám í háskóla.

Það var fríður hópur nemenda sem kvaddi MSS að þessu sinni og hluti af útskriftarathöfninni var kveðjusöngur sem hluti hópsins stóð fyrir. Sungu þau texta sem unnin var í enskutíma en þau höfðu útbúið íslenskan texta um Menntastoðir og þeirra upplifun af náminu. Viðlagið lýsir þeirra reynslu vel:
Við erum hér
í Menntastoðum
að læra margt sem gæti okkur nýst
í framtíðinni
Þegar útskrifumst við
og höldum heim á leið
er sjálfstraustið svo mikið meir
og leiðin greið.
Lag: We are the world, we are the future.

Til baka í fréttir