Forvarnir og viðbrögð við einelti og áreiti
Á námskeiðinu er farið í samskipti almennt og ábyrgð hvers og eins í tengslum við þau. Þá er farið yfir skilgreiningar á einelti og kynferðislegri áreitni, hvað beri að varast og hvers konar samskiptatækni sé til þess fallin að minnka líkur á að einelti eða kynferðislegt áreitni nái að hreiðra um sig. Hópavinna er hluti af námskeiðinu.
Á námskeiðinu er meðal annars farið í eftirfarandi:
- Hvað er einelti?
- Hvað er kynferðisleg áreitni?
- Samskiptamynstur – hvert er þitt mynstur?
- Einelti eða ágreiningur – hvar liggur munurinn?
- Viðbrögð við einelti og kynferðislegri áreitni
Lengd: Þrjár klukkustundir
Námskeiðin geta einnig verið kennd á ensku og pólsku