Lífsgleði njóttu
Lífsgleði njóttu – eru starfslok framundan?
Skemmtilegt og fræðandi námskeið um þær breytingar sem verða á lífi okkar og umhverfi í tengslum við starfslok.
Á námskeiðinu er meðal annars farið í eftirfarandi:
- Tryggingarkerfið – réttindi og skyldur ásamt öðrum hagnýtum þáttum varðandi starfslok
- Mataræðið – hvernig getum við hagað mataræðinu til að bæta andlega og líkamlega heilsu. Tíu grunnráð að heilsusamlegra mataræði
- Breytingar – hlutverkin í lífinu og þær breytingar sem verða á þeim með aldrinum
- Hamingjan – hvað felst í hamingjuríku lífi?
Lengd: Fimm klukkustundir