Sterkari stjórnandi
Námskeið ætlað millistjórnendum. Samanstendur af fjórum námskeiðsdögum og styrkir og eflir stjórnendur í störfum sínum. Lagt er upp með að hver dagur samanstandi af fyrirlestrum, umræðum, verkefnum, æfingum og hópavinnu.
Á námskeiðinu er meðal annars farið í eftirfarandi:
- Starfsmannastjórnun og hlutverk millistjórnenda
- Erfið starfsmannamál og vandmeðfarin málefni
- Móttaka nýliða og jafningjastjórnun
- Árangursríkari samskipti
- Orkustjórnun og tímastjórnun
Kennt er einu sinni í viku eða eftir nánara samkomulagi hverju sinni.