Evrópski tungumálaramminn
Hæfnirammi - íslenska
A1.1
Þetta námskeið hentar byrjendum og þeim sem langar að efla grunnfærni sína í íslensku. Eftir námskeiðið verður þú fær um að takast á við einfaldar aðstæður á íslensku.
Til dæmis þegar þú:
-heilsar og kveður
-segir frá þér í stuttu máli
-spyrð aðra um nafn, hvar þau búa og hvaðan þau eru
-spyrð aðra hvaða tungumál þeir tala
Auk þess að læra, t.d. kennitala, tölur, tímasetningar, dagar og mánuðir. Einnig orð yfir líkamshluta.
Þú getur tekið þátt í einföldum samtölum. Þú lærir að segja símanúmerið þitt og heimilisfang og spyrja aðra að því sama. Einnig að segja frá fjölskyldu og spyrja um fjölskyldur annarra. Þú getur sagt frá heimilinu, í hvernig húsnæði þú býrð og spurt aðra að því sama.
Þú lærir íslenska stafrófið, með sérstakri áherslu á séríslenska starfi, tvíhljóða og framburð. Einnig verður fjallað um áherslur í íslensku. Þú munt læra málfræði í litlum skrefum, samhliða aukinni færni í tungumálinu.
Kynntar verða möguleikar á verkefnum á netinu, heimasíður og öpp og hvernig þú getur nýtt snjallsímann í íslenskunáminu.
A1.2
Þetta námskeið er ætlað þeim sem lokið hafa Íslenska A1-1 eða sambærilegu grunnnámskeiði.
Á námskeiðinu bætir þú við hæfni þína í að nota íslensku við hversdagslegar aðstæður.
Til dæmis þegar þú:
-ferð í búðir
-ferð á veitinga- eða kaffihús
-talar við vini þína
-ferð til læknis eða á sjúkrahús
Við tölum um frístundir og áhugamál og þú æfir þig í að tala um þinn frítíma. Þú æfir þig að tala um hvað þér líkar vel og hvað þér líkar illa.
Þú lærir að segja frá því sem þú hefur gert, hvar og hvenær. Þú lærir hvernig þú getur talað um það sem þú ætlar að gera seinna. Við tölum um líðan og lærum um líkamann.
Mest áhersla er á talað mál og hlustun, en þú lærir líka að skrifa einfaldar setningar, fylla út eyðublöð og skrifa stutt skilaboð. Við leggjum áherslu á að tala og æfa íslenskan framburð. Þú lærir betur á framburð tvíhljóða, tvöfaldra samhljóða og blásturshljóða.
Í náminu nýtir þú þér snjallsíma, internetið og ýmis öpp til að gera námið fjölbreyttara.
A2.1
Þetta námskeið er ætlað þeim sem lokið hafa Íslenska A1.2 eða sambærilegu námskeiði.
Á námskeiðinu bætir þú við hæfni þína í að nota íslensku í samtölum og rituðu máli.
Til dæmis þegar þú:
- segir frá þér, áhugamálum, fjölskyldu og fleiru
- átt samtal um hluti tengda vinnu og heilsu
- talar í síma um einfalda hluti
- átt í einföldum tölvupóstsamskiptum
Lögð verður áhersla á að efla samtalshæfni enn frekar. Um leið verður aukin áhersla lögð á ritun einfaldra texta og leit að upplýsingum í rituðum texta og fréttum.
Þú lærir að fylgja einföldum leiðbeiningum t.d. leiðarlýsingum og leiðbeiningum varðandi vinnu.
Aðaláherslan er á að þjálfa færni í að takast á við dagleg verkefni og samskipti á íslensku.
A2.2
Þetta námskeið er ætlað þeim sem lokið hafa Íslenska A2-1 eða sambærilegu námskeiði.
Á námskeiðinu bætir þú við hæfni þína í að nota íslensku í samtölum og rituðu máli.
Til dæmis þegar þú:
- fylgist með fréttum bæði rituðum og lesnum
- horfir eða hlustar á þætti um samtímamálefni
- fylgir leiðbeiningum bæði eftir leiðsögn og texta
-segir frá atburðum í þátíð og framtíð
Þegar hingað er komið í íslenskunáminu er lögð áhersla á aukinn orðaforða og málfræði fær aukið vægi.
Áfram verður unnið með aukna færni í samtölum og ritun einfaldra texta. Hægt en örugglega öðlast þú færni til að takast á við flóknari daglegar aðstæður á íslensku.
Evrópski tungumálaramminn