Fagnámskeið fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu
Námið er ætlað þeim sem vinna eða vilja vinna í félags og heilbrigðisþjónustu og hafa ekki lokið formlegu framhaldsskólanámi.
Námsþættir:
Skilningur á starfsemi í félags og heilbrigðisþjónustu, að vinna að lausnum og undir álagi, fjömenningarfærni, vellíðan, smitvarnir, iðja og iðjuþjálfun, umönnun, frumkvæði, gæðavitund og viðskiptavinurinn í brennidepli.
Kennslufyrirkomulag:
Kennt verður í dreifnámi í gegnum Teams á mánudögum og miðvikudögum kl. 17-20 og staðlotur einu sinni í mánuði.
Námið hefst 15. janúar og lýkur 21. maí 2025.
Stefán E. Hafsteinsson iðjuþjálfi og Torfi Jónsson sálfræðingur kenna ásamt fleiri gestakennurnum.
Markmið
Að auka færni og þekkingu námsmanna á aðstæðum og þörfum skjólstæðinga til að efla lífsgæði þeirra og virkni.
Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi skjólstæðinga og starfsfólks.
Námsmat
Ekki eru lögð fyrir próf í náminu en verkefnavinna og virk þátttaka.
Lengd:
Alls 210 klst.
Mögulegt að meta námið til 10 eininga á framhaldsskólastigi.
Tími:
Hefst 15. janúar og lýkur 21. maí 2025
Kennt verður samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins
Nánari upplýsingar gefa Nanna Bára og Hólmfríður í síma 4217500 í tölvupósti nanna@mss.is /holmfridur@mss.is
Minnum á styrki starfsmenntajóða stéttafélagana
Námið er án kostnaðar fyrir félagsfólk aðildarfélaga og samstarfssjóða Starfsmennt - skráning í á heimasíðu Starfsmenntar
Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar
Verð: 88.000
Tímabil: 15. janúar - 21. maí