Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú
Starfar þú á leikskóla eða í grunnskóla og vilt efla þig sem starfskraft? Þá er þetta nám mögulega eitthvað sem þú vilt skoða nánar.
MSS býður upp á spennandi nám í leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú sem er fyrir ófaglært starfsfólk sem starfar í leik- eða grunnskóla. Námið er einingabært og er námsleiðin kennd samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.
Forkröfur
Námið er fyrir þá sem eru 22 ára og eldri og hafa að baki a.m.k. tveggja ára starfsreynslu og starfa við uppeldi og umönnun barna í leik- og grunnskólum og þá sem hafa lokið starfstengdum námskeiðum, samtals 230 kennslustundum.
Þátttakendum er boðið upp á raunfærnimat hjá náms- og starfsráðgjöfum MSS í upphafi námsleiðar, sem getur talið til styttingar á námsleiðinni. Raunfærnimat er eingöngu fyrir starfsfólk 23 ára og eldri sem býr að a.m.k. þriggja ára starfsreynslu á leik- eða grunnskóla.
Verð
Leikskólaliðabrú: 175.000 kr.
Stuðningsfulltrúabrú: 189.000 kr.
Bæði: 189.000 kr.
Hægt er að sækja um námsstyrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga. Ekki gleyma að kanna þinn rétt.
Athugið að verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar
Kennslufyrirkomulag
Nám á leikskóla- og stuðningsfulltrúabrú spannar fjórar annir en það er mögulegt að taka námið á styttri tíma.
Kennslufyrirkomulag byggir á fjar- og staðkennslu og verður kennt í lotum þar sem áhersla er á einn áfanga í einu. Þátttakendur hafa val um hvort þeir mæti á staðinn, taki þátt í gegnum fjarfund eða horfi á upptöku síðar.
Kennsla fer fram á miðvikudögum frá 17:15-20:15 og einn laugardag í upphafi hverrar lotu (þrír til fjórir áfangar kenndir á önn). Auk þess verða opnir verkefnatímar einu sinni í viku með kennara frá 17:15-20:15.
Námsgreinar:
Að loknu námi útskrifast þátttakendur sem leikskólaliðar og / eða stuðningsfulltrúar.
Nánari upplýsingar veita Linda Björk, verkefnastýra námsleiðar, í síma 412-5951 eða á linda@mss.is og Steinunn, náms- og starfsráðgjafi, í síma 412-5940 eða á steinunn@mss.is
Verð: 175.000
Tímabil: 20. ágúst - 21. maí
