Leikskólasmiðja og íslenskunám

Langar þig að vinna með börnum á leikskóla en hefur ekki næga leikni í íslensku?

Þetta er fyrri hluti námsleiðarinnar - seinni hlutinn byrjar í lok nóvember og klárast í febrúar 2025. Seinni hlutinn heitir Fagnám fyrir starfsmenn leikskóla ásamt íslenskunámi.

Allir þátttakendur verða boðaðir í viðtal

Fyrir hverja
Námið er ætlað þeim sem vilja vinna á leikskólum en hafa ekki næga leikni í íslensku.

Eins og með alla starfsmenn leikskóla þarf að framvísa hreinu sakavottorði frá heimalandi til að fá inngöngu í námið.

 

Markmið

  • Efla þátttakendur í íslensku með áherslu á störf með börnum
  • Auka hæfni til að takast á við starf með börnum
  • Ýmsar vinnustofur þar sem lögð er áhersla á verklegt nám
  • Starfsþjálfun á leikskóla

Kennslustaðir:
Kennt í MSS og leikskólum sem eru í samstarfi við MSS

 

Námsmat:
Engin lokapróf er en lögð er áhersla á verkefnaskil, 80% mætingu og virka þátttaka.

Lengd:
Alls 120 klukkustundir

 

Kennslufyrirkomulag:
Kennsla fer fram að mestu í húsnæði MSS alla virka daga frá kl. 9:00 - 14:00 frá 1. október og lýkur 22. nóvember.

  

Kennt verður samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

 

Styrkir vegna skólagjalda
Hægt er að sækja um styrki vegna námskeiðsgjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.a
Námið er styrkt af Vinnumálastofnun

Nánari upplýsingar:

Nanna Bára og Díana í síma 4217500 í tölvupósti nanna@mss.is og diana@mss.is  

 

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

 

Verð: 97.700
Tímabil: 7. október - 22. nóvember

Sækja um
Leikskólasmiðja og íslenskunám