Matreiðslunámskeið
Á matreiðslunámskeiði Fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks verður kennt að elda einfalda og bragðgóða rétti sem hitta í mark. Unnið er eftir myndrænum og skrifuðum uppskriftum og munnlegum fyrirmælum eftir þörfum þátttakenda. Kennt verður í kennslueldhúsi Akurskóla í Innri-Njarðvík.
Kennt verður á miðvikudögum kl. 16-18 og námskeiðið hefst 5. febrúar og lýkur 12. mars.
Verð: 6000 kr.
Kennari: Sigurður Björgvinsson
Nánari upplýsingar veitir Jón Pétursson í síma 848-2436 eða í tölvupósti á netfangið jonkp87@gmail.com
Verð: 6.000
Tímabil: 5. febrúar - 12. mars