Aftur í nám
Markmiðið er að auka hæfni til starfs og náms og stuðla að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms. Tilgangur þess er að styrkja sjálfstraust einstaklinga, þjálfa þá í lestri og skrift með aðferðum Ron Davis og búa þá undir frekari þjálfun eftir að námskeiðinu lýkur. Aftur í nám er ætlað þeim sem eiga við lestrar- og skriftarörðugleika að etja.
Aftur í nám er 95 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 7 eininga.