Íslensk menning og samfélag
Nám þar sem lögð er áhersla á nám í íslensku og að auka þekkingu einstaklinga á íslensku samfélagi og atvinnulífi. Þátttakendur búa að mismunandi reynslu og menningu og því er mikilvægt að aðstoða hvern og einn eftir því hvar þeir eru staddir og taka mið af skóla- og atvinnusögu.
Íslensk menning og samfélag er 200 klukkustunda nám sem mögulegt er að meta til 10 framhaldsskólaeininga.