Menntastoðir

Námið gerir einstaklingum kleift að komast inn í formlega skólakerfið á ný. Menntastoðir eru undirbúningsnám fyrir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og HR. Að auki er hægt að fá metinn hluta af bóklegum greinum í iðnnámi. Menntastoðir er 1000 klukkustunda nám sem mögulegt er að meta til 50 framhaldsskólaeininga. Hægt er að taka námið í staðnámi á einni önn eða í fjarnámi og dreifa því þá á lengra tímabil.

Til baka