Skrifstofuskólinn
Námið hentar þeim sem vinna almenn skrifstofustörf eða hafa löngun til þess. Tilgangurinn er að þátttakendur auki sjálfstraust sitt í tengslum við skrifstofustörf og leiða til jákvæðs viðhorfs til áframhaldandi náms. Kenndur er bæði Skrifstofuskóli 1 og Skrifstofuskóli 2.
Skrifstofuskólinn er 360 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 18 framhaldsskólaeininga.