Vinnustofur

Í vinnustofu er unnið með verklega þætti með áherslu á styrkleika og áhugasvið hvers og eins. Þátttakendur fá að spreyta sig á flestu handverki en góð aðstaða er fyrir hendi fyrir margs konar verkefni.

Verkefnin eru mjög fjölbreytt. Þátttakendur vinna ýmist að sjálfstæðum verkefnum eða fyrirfram ákveðnum hugmyndum skipulögðum af leiðbeinanda.

Dæmi um verkefni sem unnin hafa verið í vinnustofu eru skiltagerð, mósaíkgerð, grafísk hönnun, prjón og hekl, hnýtingar, leir og skartgripagerð, málun, þæfing og fluguhnýtingar.

Til baka