Fjármálaráðgjöf

Boðið er upp á fjármálarágjöf fyrir  þátttakendur sem eru í  fjárhagsvanda eða hafa áhyggjur af fjármálum sínum. Fjárhagsvandi getur haft mikil áhrif á líf einstaklings og þar með framgang endurhæfingar. Vandinn er fundinn, möguleg lausn og aðgerðaáætlun gerð. Lagt er til að einstaklingur sitji námskeiðið Úr skuldum í jafnvægi áður en hann fer í einstaklingsviðtöl. Innan MSS starfa þrjír fjármálaráðgjafar.


Úr skuldum í jafnvægi
Markmið námskeiðsins er að kenna einstaklingum notkun á vinnutækjum sem nýtast þegar breyta á bágri fjárhagsstöðu í góða. Gert er ráð fyrir að þátttakendur noti þessi tæki á meðan á námskeiðinu stendur til að endurskoða eigin fjármál.

Námskeiðið er 12 kennslustundir og samanstendur af fyrirlestrum og verkefnatímum þar sem einstaklingar endurskoða sín fjármál með þeim verkfærum sem kennd eru hverju sinni.

Til baka