Markþjálfun
Boðið er upp á einstaklings- og hóptíma í markþjálfun. Markþjálfun getur hjálpað einstaklingum að ná betri árangri í lífi og starfi og getur bætt samskipti hvort sem er í vinnu eða einkalífi. Markþjálfun aðstoðar einstaklinga við að ná markmiðum sínum og auka lífshamingju.
Í upphafi meðferðar er fjallað um mikilvægi þess að hafa opinn huga, vera tilbúinn að horfast í augu við áskoranir og hafa löngun til þess að vaxa. Markþjálfi tekur viðstadda einstaklinga inn á þessar brautir með þeim aðferðum sem finna má í verkfærakistu hans.
Markþjálfunartímar eru fyrst og fremst umræður, þar sem markþjálfi kallar fram, með opnum spurningum, hugsun og svörun hjá þeim sem sitja tímana. Að umræðum loknum er unnin annað hvort einstaklingsvinna í formi spurninga á blaði, eða hópavinna. Í lok hvers tíma er efni tímans dregið saman og reynt að skilja einstaklinga eftir með betri vellíðan og jafnvel heimavinnu í formi samskipta við aðra.