Bjargráðin 9
Bjargráðakerfið BJÖRG er kennsluefni sem samanstendur af níu bjargráðum. Bjargráðakerfið BJÖRG byggist á aðferðarfræði díalektískrar atferlismeðferðar (DAM) og farið er yfir fjóra kjarnaþætti DAM með bjargráðunum níu: Núvitund, aukin tilfinningastjórn, aukið þol gagnvart erfiðum tilfinningum og samskiptafærni. Höfundur efnis er félagsráðgjafinn Dr. Julie F. Brown.