Draumar og drekar
Markmið námskeiðsins er að fá einstaklinga til að taka ábyrgð á eigin lífi með því að fást við eigin drauma og væntingar. Á námskeiðinu skerpum við á draumum okkar, finnum þá týndu, endurvekjum og beinum í réttan farveg. Við endurnýjum vonina og möguleikann á að láta þá rætast. Kynnumst drekunum og ástæðunum fyrir því að við gefum drauma okkar upp á bátinn.
Námskeiðið er 19 kennslustundir og er kennt samfellt á einni viku.