Ráðgjafar Samvinnu
Hjá Samvinnu fer fram þverfagleg starfsendurhæfing þar sem markmiðið er að aðstoða fólk við að komast á vinnumarkað eða í nám á ný eftir heilsubrest.
Hver þátttakandi Samvinnu fær ráðgjafa sem er heilbrigðismenntaður og með viðurkennt starfsleyfi frá embætti Landlæknis. Ráðgjafinn og þátttakandinn gera einstaklingsmiðaða áætlun varðandi endurhæfinguna sem tekur mið af markmiðum og þörfum þátttakandans.
Ráðgjafinn styður þátttakandann í gegnum endurhæfingarferlið þar sem boðið er upp á regluleg viðtöl, markmið endurmetin og sett ný. Markmið einstaklinga snúa t.d. að því að bæta daglegar venjur, auka virkni, efla líkamlega og andlega heilsu. Einnig styðja ráðgjafar Samvinnu þátttakendur með ýmsa félagslega þætti s.s. tengt fjármálum, fjölskyldu, búsetu, upplýsingar um félagsleg réttindi, aðstoð við umsóknir og gagnaöflun fyrir hinar ýmsu stofnanir eins og stéttarfélög, lífeyrissjóði, Tryggingastofnun, Sjúkratryggingar Íslands og fleira.
Ráðgjafar Samvinnu eru í samstarfi við hina ýmsu sérfræðinga og tengja þátttakendur við þá eftir þeirra þörfum og markmiðum.
Smelltu hér til að sjá nánar um ráðgjafa Samvinnu