Um Samvinnu

Þátttaka í atvinnuendurhæfingu hentar fólki sem:

  • Ekki er á vinnumarkaði vegna veikinda, slysa eða félagslegra erfiðleika en eru að vinna að endurkomu út á vinnumarkaðinn
  • Stendur höllum fæti á vinnumarkaði eða hefur misst vinnu
  • Vill á markvissan hátt vinna að því að breyta stöðu sinni og stefna út á vinnumarkaðinn á ný eða í frekara nám
  • Talar íslensku sem og önnur tungumál


Hugmyndafræði

Hugmyndafræði Samvinnu gengur út á að vinna að heilstæðri úrlausn með hindranir þátttakenda á einstaklingsmiðaðan hátt. Þátttakandi er sjálfur virkur í sinni endurhæfingu frá upphafi þar sem hann kemur með virkum hætti að gerð sinnar endurhæfingaráætlunar. Endurhæfingin fer að mestum hluta fram í hóp, t.d. með námskeiðum, fræðslu, hópefli og líkamsþjálfun en einnig á einstaklingsmiðaðan hátt þar sem tekið er mið að þörfum hvers og eins til dæmis með viðtölum eða þjálfun hjá fagaðilum, vinnuprufun eða starfsþjálfun.


Saga Samvinnu

Samvinna er starfsendurhæfingardeild innan Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Í upphafi starfseminnar var Samvinna sjálfseignastofnun og byrjaði fyrsti hópurinn, sem taldi 20 nemendur í október 2008. Frá ágúst 2014 hefur Samvinna verið rekin sem deild innan MSS og er með þjónustusamning við Virk Starfsendurhæfingarsjóð frá árinu 2013.

Til baka