25. janúar 2021
Cyber Clever
Samþætting upplýsingaöryggis í starfsfræðslu og þjálfun fyrir fullorðna
Erasmus verkefnið „Cyber Clever-Integration of cyber security in initial VET-education“ hefur það að markmiði að innleiða og meta þjálfunarpakka fyrir kennara í starfsfræðslu og þjálfun fyrir fullorðna þar sem ætlunin er að auka vitund um upplýsingaöryggi. Hugmyndin er innblásin af GenCyber námskeiðunum frá Bandaríkjunum.
Áhersla er lögð á að setja saman eftirfarandi námskeið:
- Persónuvernd (Privacy)
- Upplýsingaöryggi (Cyber-security)
- Samfélagsmiðlar og hreint umhverfi á Internetinu (Social media and Internet hygiene)
- Stafræn áhætta og varnir (Digital vulnerability)
- Aðferðir til hökkunar og lykilorð (Hacking methods and password security)
Í verkefninu verða starfsmenn og nemendur í þjálfaðir í upplýsingaöryggi. Lögð er áhersla á að gera upplýsingaöryggi hátt undir höfði og geta boðið upp á samþættingu þess við annað nám. Verkefnið á að stuðla að því að starfsmenn verði meðvitaðri um upplýsingaöryggi fyrirtækisins og hjá sér persónulega. Í verkefninu verður tekið saman yfirlit yfir stefnu ríkjanna í upplýsingaöryggismálum. Niðurstaða verkefnisins verður kynnt í hverju landi fyrir sig.
Cyber Clever er samstarfsverkefni átta stofnanna frá sex Evrópulöndum sem eru auk Íslands – Noregur, Eistland, Svíþjóð, Austurríki og Tyrkland. Verkefninu er stýrt frá Godalen framhaldsskólanum í Stavanger Noregi.
September 2022
Vinnuferð var farin til Vínar í tengslum við Erasmus+ verkefnið Cyber Clever, þar sem verið er að leggja lokahönd á fimm daga námskeið í upplýsinga- og kerfisöryggi.
Guðjónína Sæmundsdóttir, Kristinn Bergsson og Hrannar Baldursson starfsmenn MSS fóru á fundinn til Vínar 19.-21. september þar sem verið var að leggja lokahönd á útgáfu námskeiðsins á ensku.
Þróun á námsefni auk þýðinga lýkur um áramót og á næsta ári verður stefnt að innleiðingu námsefnisins á Íslandi.
Verkefnið hófst í september 2020 og mun ljúka í ágúst 2022.
Hér er slóð á heimasíðu verkefnisins.
Hér er hægt að smella á fréttablað verkefnisins