27. janúar 2021

Echoo play – Erasmus+

Echoo play – Erasmus+

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum tekur þátt í verkefni með samstarfsfélögum frá Finnlandi, Ítalíu og Frakklandi.

Verkefnið miðar að því að nota fjölbreyttar rannsóknaraðferðir til að skoða nýjar leiðir til að styðja við fólk í námi eða vinnu til að efla hæfni þeirra til að finna þann starfsferil eða nám sem því hentar best. Einnig er stefnt að því að þau tæki/verkfæri sem verða afurð verkefnisins henti fyrirtækjum til að skoða starfs- og endurmenntun með starfsmönnum sínum.

Það er gert með því að rannsaka góð dæmi um starfsaðferðir í öllum þátttökulöndunum og velja bestu dæmin úr þeim. Gerðir verða viðtalsrammar og stofnaðir rýnihópar sem samanstanda af kennurum, nemendum og stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækja og þeir greindir út frá efninu. Jafnframt eru fundnar góðar fyrirmyndir/tilfelli þar sem þessir góðu starfshættir eru að virka vel.

Tilgangurinn er að búa til verkfæri sem verða opin öllum til afnota á vefsvæði verkefnisins. Stuðst verður við aðferðir leikjavæðingar til þess.  Leikirnir eru byggðir á rannsóknum verkefnisins og reynslu sérfræðinga þess.

Verkefnið verður unnið á árunum 2021-2023 en nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins http://www.echooplay.eu/ og fésbókarsíðunni https://www.facebook.com/Echoo-Play-project-102639605153401



6. janúar 2022 -Skýrsla um niðurstöður könnunar um ráðningarhæfni


Skýrsla er komin út um rannsókn á viðhorfi stjórnenda í fyrirækjum auk nemenda og kennara í fræðslu fyrir fullorðna um hugtakið ráðningarhæfni. Niðurstöðurnar verða notaðar til að búa til borðspil sem styður við ráðningarhæfni námsmanna.

Hægt er að nálgast skýrsluna með því að smella á þennan texta.



Hér má nálgast fréttabréf verkefnisins


Fréttabréf 1

Fréttabréf 2

Til baka í erlend verkefni