5. desember 2016
ICON - Inverted Classroom Online
MSS er þátttakandi í alþjóðlega Erasmus+ verkefninu ICON en í verkefninu er lögð áhersla á að efla og þjálfa kennara,verktaka og verkefnastjóra til að nýta sér tækni í kennslu. Lögð er áhersla á aðferðafræði þess að útbúa gagnleg og vel útfærð kennslumyndbönd með því að læra á upptöku og klippiforrit.
MSS er sífellt að þróa kennsluaðferðir í fullorðinsfræðslu til að tryggja að stofnunin sé sem best í stakk búin til að mæta þörfum nemenda sinna. Undanfarin ár hefur áhersla verið á speglaða kennslu innan kennslufræðinnar og er þetta verkefni liður í því að auka þekkingu okkar og tækjabúnað á því sviði. ICON er samstarfsverkefni stofnanna frá sex Evrópulöndum sem eru auk Íslands -Ítalía, Portúgal, Þýskaland, Spánn, og Noregur.
Markmið verkefnisins eru að:
– Þjálfa og efla kennara til þess að búa til kennslumyndbönd
– Efla tæknilega þekkingu og útbúa aðstöðu fyrir slíkar upptökur
– Deila reynslu og þekkingu á fjarnámi/kennslu
– Efla sérfræðikunnáttuverkefnastjóra og kennara
Hlutverk MSS er að miðla af reynslu stofnunarinnar og vera leiðandi í því að kenna aðildarþjóðunum á upptökuforritin. Efla tækjabúnað og tækniþekkingu innan stofnunarinnar og bæta þar með kennslu og kennsluhætti.